Ábendingavefur Árborgar

Í dag var settur í loftið nýr vefur hjá Sveitarfélaginu Árborg sem ætlaður er sem ábendingavefur fyrir nýja skólastefnu sveitarfélagsins.  Þeir sem hafa áhuga á geta sett inn athugasemd á vefinn fyrir fyrirfram skilgreinda flokka.  Miðað við uppsetningu vefsins var tilvalið að fá WordPress kerfið til verksins enda er kerfið í grunninn blogg kerfi þar sem hægt er að skilja eftir athugasemdir.

Upplýsingar um vefinn:

Keyrir á WordPress 3.3.1

Vefurinn notast við eftirfarandi viðbætur (þær helstu):  Akismet (viðbót sem sér um að sía út athugasemdir sem flokkast sem spam), Comment Rating (leyfir notendum að smella á þumal til að líka við aðrar athugasemdir) og TinyMCE advanced svo eitthvað sé nefnt.

Þema:  Twenty Eleven, en það er sjálfgefna þemað sem fylgir með uppsetningunni á WordPress.

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT