atlantik.is

Fyrir nokkrum dögum síðan opnaði Atlantik ehf nýjan vef í samstarfi við okkur.  Atlantik er fyrirtæki sem sérhæfir sig í ferðum fyrir farþega skemmtiferðaskipa, hvataferðum fyrir erlenda hópa, ráðstefnum og alls kyns viðburðum.

Vefurinn tók miklum breytingum frá fyrri útgáfu og var mikil vinna lögð í að gera hann sem myndrænastan fyrir notandann.  Vefurinn var einnig stilltur sérstaklega til fyrir iPad og iPhone þar sem stór hluti viðskiptavina fyrirtækisins skoðar vefinn í þessum tækjum.

Það er ekki ofsögum sagt að þetta er eitt stærsta verkefni okkar til þessa, mikil sérforritun er á bakvið vefinn til að hægt sé að birta efnið á þann hátt sem hönnunin gerði ráð fyrir.

Við óskum Atlantik innilega til hamingju með nýja vefinn, www.atlantik.is

Upplýsingar um vefinn: Keyrir á WordPress 3.4.2.

Vefurinn notast við eftirfarandi viðbætur (þær helstu): Advanced Custom Fields, Contact Form 7, Google Analytics for WordPress, Google XML Sitemaps, SEO ultimate  o.fl.

Þema:  Sérhannað af Guðrúnu Þórisdóttur, sett upp og forritað í WP þema af Vefþjónustunni.

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT