Betware.com í hýsingu

Vefur Betware hefur verið fluttur til okkar í Endor í hýsingu en vefurinn var áður hýstur erlendis.  Að sjálfsögðu er vefurinn uppsettur í WordPress og því lá beinast við að hýsa vefinn hjá okkur í Endor – Vefþjónustunni !

Betware er frumkvöðull í þróun og framleiðslu á hugbúnaði og netlausnum fyrir innlend og erlend ríkislottó og getraunir og á rætur í fyrirtækinu Margmiðlun, sem þróaði árið 1996 netlausn í samstarfi við Íslenskar getraunir.  Sú lausn var sú fyrsta sem gerði það mögulegt að reka getraunir á Netinu og vakti mikla athygli forsvarsmanna fyrirtækja í slíkum rekstri víða um heim.

Helstu viðskiptavinir Betware eru Íslenskar getraunirÍslensk getspáDanske Spil(danska ríkislóttóið), British Columbia Lottery Corporation (lottó í Bresku Kólombíu í Kanada) og Sistemas Tecnicos de Loterias del Estado (spænska ríkislottóið).

 

Upplýsingar um vefinn:  Keyrir á WordPress 3.3.1

 


 

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT