Birtastarfs.is

Vefur Birtu – starfsendurhæfingar Suðurlands hefur verið fluttur til okkar.  Við notuðum tækifærið og settum vefinn í nýtt útlit ásamt því að allur póstur frá fyrra hýsingarfyrirtæki var fluttur yfir til Google Apps sem sparar Birtu auðvitað ákveðna upphæða á ári í pósthýsingu.

Stofnfundur Starfsendurhæfingar Suðurlands var haldinn þann þann 19. maí 2009. Aðdraganda stofnunarinnar má rekja til haustsins 2008 en þann 28. október 2008 var haldinn kynningarfundur í fundarsal þjónustuskrifstofu stéttarfélaga um starfsendurhæfingu á Suðurlandi. Í kjölfar kynningarfundarins var skipaður undirbúningshópur og síðar starfshópur sem í voru Svava Jónsdóttir frá Smfs, Guðný Ingvarsdóttir frá Lífeyrissjóðnum Festa og María Kristjánsdóttir félagsmálastjóri í Hveragerði.
Í janúar 2009 var Starfsendurhæfingu Suðurlands gefið nafnið Birta eftir óformlega nafnasamkeppni meðal stjórnar Birtu og samstarfsaðila. Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir verkefnastjóri hjá Fræðsluneti Suðurlands á heiðurinn að nafni og merki Birtu.

Við óskum Birtu innilega til hamingju með nýja vefinn.

Heimasíða Birtu er á slóðinni http://www.birtastarfs.is.

Upplýsingar um vefinn:  Keyrir á WordPress 3.3.2

Vefurinn notast við eftirfarandi viðbætur (þær helstu):  Event Calendar 3 for PHP 5.3, Google Analytics for WordPress, Simple Lightbox og TinyMCE Advanced svo eitthvað sé nefnt.

Þema: Js O4w 1.1.8.

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT