Bókasafn Árborgar

Bókasafn Árborgar, Selfossi á rætur að rekja til tombólu sem haldin var í Tryggvaskála veturinn 1909. Það var Ungmennafélag Sandvíkurhrepps sem efndi til tombólunnar í því skyni að safna fé svo unnt væri að stofna lestrarfélag. Safnið fékk fyrst inni í Litlu-Sandvík  og fyrsti bókavörðurinn var Steindór Hannesson vinnumaður í Litlu-Sandvík. Fljótlega eftir stofnun Ungmennafélagsins kom einhver deyfð yfir það en lestrarfélagið reyndist lífsseigara en móðurfélagið.

Nýr vefur Bókasafns Árborgar, http://bokasafn.arborg.is, hefur verið settur í loftið hjá okkur.  Vefurinn er sá fyrsti sem fer í loftið af nýjum vefsíðum Sveitarfélagsins Árborgar en nýlega var undirritaður þjónustusamningur milli Endor – Vefþjónustunnar og sveitarfélagsins.

Upplýsingar um vefinn:

Keyrir á WordPress 3.3.1

Vefurinn notast við eftirfarandi viðbætur (þær helstu):  Contact Form 7, List Category Posts, Custom Post Widget og Simple Lightbox svo eitthvað sé nefnt.

Þema:  Sérhannað af Hvíta húsinu og sérforritað af Endor – Vefþjónustunni.

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT