campeasy.is

campeasyFyrir nokkrum dögum síðan setti ný húsbílaleiga á Íslandi vefinn sinn í loftið í samstarfi við okkur, www.campeasy.is.

Vefurinn er responsive, sem þýðir að hann skalast rétt niður á öll tæki, hvort sem verið er að skoða hann í venjulegri tölvu, spjaldtölvu eða síma.  Responsive vefir, eða snjallvefir eins og þeir hafa verið kallaðir á íslensku eru mikið að ryðja sér til rúms núna enda eru vefsíður ekki minna heimsóttar úr símum eða spjaldtölvum.

Camp Easy er glænýtt fyrirtæki á húsbílaleigumarkaðnum og bjóða þeir uppá fjóra bíla til útleigu fyrst um sinn þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi.

Einnig munum við vinna að leitarvélabestun fyrir vefinn og gera greiningu á honum til að hann verði sem mest sýnilegur á netinu.

Við óskum Camp Easy innilega til hamingju með nýja vefinn !

Upplýsingar um vefinn: Keyrir á WordPress 3.5.1.

Vefurinn notast við eftirfarandi viðbætur (þær helstu): BackWPup, Formidable, Google Analyticator, Google XML Sitemaps o.fl.

Þema:  Nollie eftir Muffin group, en skv. óskum viðskiptavinar hafa verið gerðar nokkrar breytingar á þemanu frá upprunalegu útliti.

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT