Fjórir glænýir vefir

Á síðustu dögum hafa fjórir nýir vefir frá okkur litið dagsins ljós á alnetinu. Um er að ræða heimasíður fyrir Verkfræðistofu Austurlands, ÞÁ bíla, veitingastaðinn Kopar og síðast en ekki síst fyrir FTAT, Félag tanntækna og aðstoðarfólks tannlækna. 

Verkfræðistofa Austurlands, var stofnuð árið 1979. Þar eru starfandi 10 verkfræðingar, tækniteiknari og mælingamenn auk aðstoðarmanna í sumarstörfum. Þau hafa staðið að fjölmörgum verkefnum í gegnum árin, þeirra á meðal hönnun Kárahnjúkavegar, umhverfismat fyrir Vegagerðina og hönnun heilsugæslustöðvarinnar á Reyðarfirði.

ÞÁ Bílar, er ört vaxandi  fyrirtæki á sviði hópaksturs. Eigendurnir Þórir og Ásmundur hafa báðir áratugareynslu af akstri og viðhaldi hópbifreiða. Fyrirtækið leggur mikið upp úr því að bjóða uppá góða og vel búna bíla sem henta við öll tækifæri, hvort sem á að skreppa í leikhús, fara inní Þórsmörk eða keyra hringinn um landið.

Kopar, er splúnkunýr og stórglæsilegur veitingastaður við gömlu höfnina í Reykjavík. Eigendurnir eru verðlauna kokkurinn Ylfa og frumkvöðullinn Ásta Guðrún, og hafa þær lagt mikið í það að gera staðinn sem glæsilegastan. Hjá Kopar er lögð mikil áhersla á heimafengið hráefni og leita þau jafnt til lands og sjávar í þeim efnum.

FTAT, Félag tanntækna og aðstoðarfólk tanntækna, var stofnað árið 1978. Félagið hefur staðið með stakri prýði að bættum kjörum félagsmanna, til að mynda með baráttu fyrir því að fá starfsheitið “tanntæknir” bundið í lög. Félagið styður vel við bakið á sínum félagsmönnum, m.a. með atvinnuþjónustu og orlofshúsum.

Við óskum þessum fyrirtækjum hjartanlega til hamingju með nýju vefina. Það má því með sanni segja að sumarið fari vel af stað hjá okkur og mörg jákvæð teikn á lofti strax í byrjun sumars. Þó er ágætt að árétta það að veðráttan hefur verið eilítið svipul og mætti vera nær því sem tíðkast í kringum miðbaug. Kannski verður það svo á morgun, kannski ekki. Við bíðum spennt.

Að lokum viljum við þakka fyrirtækjunum kærlega fyrir ánægjulegt samstarf með ósk um áframhaldandi velgengi á þeirra sviði.

Upplýsingar um vefina:  Keyra allir á WordPress 3.5.1.

Vefirnir notast meðal annars við eftirfarandi viðbætur: WPML Multilingual CMS,  TinyMCE Advanced, Google Analyticator, Advanced Custom Fields og Simple Staff List svo eitthvað sé nefnt. 

Þema: Vefur Verkfræðistofu Austurlands keyrir á Inspired 1.3.2. þemanu frá CurtyCurt. Vefur FTAT keyrir á Bhinneka 1.07 þemanu frá Population2. Þemað fyrir Kopar var sérhannað af Högna Val Högnasyni, sett upp og forritað í WP þema af Vefþjónustunni. Vefur ÞÁ Bíla keyrir á RT-Theme 15 2.0 þemanu frá stmcan.

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT