Framtakssjóður Íslands

Eftir hrunið 2008 varð endurreisn íslensks atvinnulífs forgangsatriði. 8. desember 2009 var Framtakssjóður Íslands (FSÍ) slhf (samlagshlutafélag) formlega stofnaður af sextán lífeyrissjóðum innan vébanda Landssambands lífeyrissjóða. Síðar bættust Landsbankinn og VÍS í hóp eigenda.

Nýjum vef Framtakssjóðs Íslands var hleypt af stokkunum í marslok. Gamli vefurinn hafði þjónað sínum tilgangi og tókum við að okkur að lappa upp á útlit heimasíðunnar. Ásamt því að færa vefinn í nýjan búning var vitaskuld gengið úr skugga um að vefurinn væri snjallvefur (e. responsive), enda varla annað tækt en að nútímavefir séu þeim eiginleika gæddir þar sem yfir helmingur netumferðar á hverjum degi er í gegnum fartæki.

Við óskum Framtakssjóði  Íslands kærlega til hamingju með nýja vefinn.

Upplýsingar um vefinn: Keyrir á WordPress 3.8.1.

Vefurinn notast við eftirfarandi viðbætur (þær helstu): WPML Multilingual CMS, Google Analyticator, Widget Logic og Revolution Slider o.fl.

Þema: The7, útgáfa 3.1.1 eftir Dream-Theme. Þó með smávægilegum breytingum og viðbótum við upprunalegt útlit.

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT