Innri vefur HNLFÍ

Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands opnaði á mánudaginn innranetsvef fyrir starfsmenn fyrirtækisins.  Tilgangur vefsins er að veita starfsmönnum upplýsingar um innra starf stofnunarinnar og að veita auðveldan aðgang að gögnum sem eru notuð af starfsmönnum.

Heilsustofnun NLFÍ tók til starfa í júlí árið 1955. Jónas Kristjánsson læknir, sem var einn af brautryðjendum náttúrulækningastefnunnar á Íslandi, hafði forystu um undirbúning og uppbyggingu Heilsuhælis NLFÍ, eins og stofnunin hét þá. Fljótlega eftir opnun 1955 var hægt að taka á móti 40 dvalargestum. Starfsemi stofnunarinnar hefur aukist og húsakostur stækkað hægt og sígandi. Árlega koma meira en 2000 manns til dvalar í Heilsustofnun.

Ytri vefur stofnunarinnar hefur lengi verið opinn en nú var semsagt ákveðið að stíga það skref að opna innrivef.

Við óskum HNLFÍ innilega til hamingju með nýja vefinn.

Upplýsingar um vefinn: Keyrir á WordPress 3.4.2

Vefurinn notast við eftirfarandi viðbætur (þær helstu): BackWPup, bbPress, Connections, Events Manager, Restricted Site Access o.fl.

Þema: Sérhannað og sett upp af Vefþjónustunni sf.

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT