ioniceland.is

Ion Luxury Adventure Hotel verður opnað í janúar 2013 og í tilefni af því hafa þeir opnað vefsíðu í samstarfi við okkur í Vefþjónustunni.  Vefsíðan er ennþá í smíðum og aðeins forsíða er sýnileg fyrst um sinn ásamt myndasafnssíðu.  Síðar meir verða allar upplýsingar um hótelið aðgengilegar á vefnum og er þess ekki langt að bíða að vefurinn verði fullbúinn.

Hótelið er staðsett í einni mestu náttúruperlu landsins og aðeins í um hálftíma fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Umhverfisvænar lausnir og hugvitssamleg nýting á náttúrulegum efnum eru grundvallarþættir í hönnun og byggingu hótelsins. Gestir munu upplifa sterka tengingu við náttúruna, orkuna á svæðinu og tærleikann í umhverfinu.

Við óskum Ion Luxury Adventure Hotel innilega til hamingju með nýju vefsíðuna, http://www.ioniceland.is

Upplýsingar um vefinn: Keyrir á WordPress 3.4.2

Vefurinn notast við eftirfarandi viðbætur (þær helstu): Advanced Custom Fields, TinyMCE Advanced, qTranslate o.fl.

Þema: Sérhannað og sett upp af Vefþjónustunni sf.

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT