Íslenska Auglýsingastofan

Undanfarna daga hefur verið mikið að gera hjá okkur við að setja í loftið nýjar vefsíður.

Íslenska Auglýsingastofan setti í loftið nýjan vef fimmtudaginn 2. febrúar síðastliðinn, www.islenska.is.  Vefurinn er að sjálfsögðu hannaður af starfsmönnum á stofunni og settur upp í WordPress af okkur hér í Vefþjónustunni.  Mikil vinna var lögð í að setja vefinn upp nákvæmlega eftir hönnun strákanna hjá íslensku og verður ekki annað sagt en að vel hafi til tekist.  Lifestream viðbótin keyrir á Straumur síðunni, http://www2.islenska.is/straumur/

Upplýsingar um vefinn:

Keyrir á WordPress 3.3.1

Vefurinn notast við eftirfarandi viðbætur:  Advanced Custom Fields, Ambrosite Next/Previous Post Link Plus, Custom Post Type UI, DP Twitter Widget, Lifestream, Post Types Order, Tumblr Widget og Vimeo HTML5 shortcode.  Þetta var í fyrsta sinn sem Vefþjónustan notast við Lifestream viðbótina og er það mjög skemmtilega uppsett viðbót fyrir þá sem leggja áherslu á að tengja hina ýmsu samfélagsmiðla við vefinn sinn.

Þema:  Sérhannað af Íslensku Auglýsingastofunni og sérforritað af Vefþjónustunni.

Við óskum Íslensku Auglýsingastofunni til hamingju með nýja vefinn sinn og þökkum fyrir samstarfið.

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT