Kraftur

Í upphafi árs fór glænýr vefur fyrirtækisins Krafts hf. í loftið, www.kraftur.is. Vefurinn er snjallvefur (e. responsive) og einnig hefur efni vefsins verið djúphlekkjað (e. deeplinked).

Fyrirtækið var stofnað árið 1966 til þess að flytja inn og þjónusta MAN vöru- og langferðabíla,  sem hafa alla tíð þótt einkar sterkir og endingargóðir. Fyrstu áratugina snerist starfsemin eingöngu um sölu á MAN vörubílum, en smátt og smátt hefur bæst í vöruúrvalið og hefur Kraftur núna söluumboð fyrir nokkra stærstu og þekktustu framleiðendur á sínu sviði.  

Við óskum Krafti innilega til hamingju með nýja vefinn.

Upplýsingar um vefinn: Keyrir á WordPress 3.8.1.

Vefurinn notast við eftirfarandi viðbætur (þær helstu): Advanced Custom Fields, Google Analyticator, Google XML Sitemaps og TinyMCE Advanced o.fl.

Þema: Classic Fashion útgáfa 0.3, eftir CosmoThemes. Þó með smávægilegum breytingum og viðbótum við upprunalegt útlit.

 

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT