Netagerðin vinnustofa

Netagerðin vinnustofa er hópur sem samanstendur af þremur hönnunarfyrirtækjum (BBOLLA, STASS og VOLKI) og einu sjálfstæðu útgáfufyrirtæki, KIMI Records.  Nýja vefsíðan þeirra er hugsuð sem kynning á þessum aðilum og er hún í raun mjög einföld.  Allar síðurnar eru með stórri mynd og svo texta vinstra megin, hlekkur á Facebook síðu viðkomandi er svo fyrir neðan og stóra myndin vísar einnig á heimasíðu.

Þemað er frá vefsíðu sem heitir  The Theme Foundry, www.thethemefoundry.com.  Vefþjónustan bjó til nýtt vefsnið fyrir undirsíður og ásamt öðrum örlitlum breytingum á CSS og HTML kóað.

Upplýsingar um vefinn:

Keyrir á WordPress 3.3.1

Vefurinn notast við eftirfarandi viðbætur:  Dynamic Widgets, Page Links To og TinyMCE Advanced.

Þema:  http://thethemefoundry.com/anthem/

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT