Nýr vefur auto.is

Fimmtudaginn 20. febrúar fór í loftið glænýr vefur fyrirtækisins Auto Car Rental, www.auto.is. Auto Car Rental er ný bílaleiga í fjölskyldueigu sem hefur verið starfrækt frá byrjun þessa árs. 

Eins og allflestir vefir frá okkur, þá er hann byggður upp sem snjallvefur (e. responsive) og skalast því rétt niður á hvaða tæki sem er, hvort sem verið er að skoða hann í venjulegri tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma. 

Einnig munum við sjá um netmarkaðssetningu, leitarvélarbestun og almenna ráðgjöf fyrir fyrirtækið. Netmarkaðssetningin mun hefjast í dag með Google adwords og Display ads, þ.e. texta og myndaauglýsingar. Síðar verður farið í auglýsingar með myndabandi og frekara sjónarspili.

Óskum við Auto innilega til hamingju með nýja vefinn, með þökk fyrir gott samstarf og von um áframhaldandi farsæld í 

Upplýsingar um vefinn: Keyrir á WordPress 3.8.1.

Vefurinn notast við eftirfarandi viðbætur (þær helstu): Revolution Slider, Google Analytics Dashboard for WP, Google XML Sitemaps o.fl. Bókunarkerfi síðunnar er keyrt beint frá bokun.is í gegnum síðueiningar.

Þema:  Stack, útgáfa 1.1.4 eftir Wegrass, sett upp og forritað af Skjal Vefþjónustunni.

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT