Nýr vefur Samtaka um endómetríósu

Samtök um endómetríósu settu í loftið nýjan vef sinn, endo.is, 3. mars síðastliðinn. Það var tæpum tveimur vikum fyrir stærsta viðburð ársins hjá samtökunum, Million Women March, sem er árleg ganga í þágu þeirra kvenna sem þjást af endómetríósu, eða legslímuflakki. Reyndist nýja heimasíðan vel í aðdraganda göngunnar og virkaði frábærlega sem upplýsingaveita og kynningarsíða fyrir þennan kvalafulla sjúkdóm sem hrjáir margar konur um gjörvallan heim.

Meginmarkmið Samtaka um endómetríósu er að styðja og fræða konur með endómetríósu og aðstandendur þeirra. Önnur markmið eru að fræða félagsmenn, almenning, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisyfir­völd um endómetríósu og efla tengsl milli endómetríósusjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks/yfirvalda, auk þess að stuðla að bættri þjónustu við sjúklingana og almennt bæta hag þeirra.

Smelltu hér til að skoða vefinn.

Við óskum samtökunum innilega til hamingju með nýja vefinn og þökkum gott samstarf.

Upplýsingar um vefinn: Keyrir á WordPress 3.8.1.

Vefurinn notast við eftirfarandi viðbætur (þær helstu): Ajax Event Calendar, Google Analyticator, Good reads og Uji Countdown.

Þema: Green Earth, útgáfa 1.06 eftir GoodLayers. Þó með smávægilegum breytingum og viðbótum við upprunalegt útlit.

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT