Samstarf við Tölvu- og rafeindaþjónustu Suðurlands ehf.

Tölvu- og rafeindaþjónusta Suðurlands ehf. hefur keypt rekstur vefþjónustudeildar Skjals þjónustu ehf. og hefur verið gerður samstarfssamningur á milli fyrirtækjanna um þá þjónustu sem deildin sá um áður. Grétar Magnússon, forstöðumaður vefþjónustudeildar Skjals, er orðinn starfsmaður TRS en mun áfram sinna verkefnum vefþjónustunnar.

Viðskiptavinir Skjals munu ekki verða varir við neinar breytingar á vefsvæðum sínum eða annarri þjónustu sem fyrirtækið hefur hingað til veitt, en frá því vefþjónustudeild Skjals var stofnuð hafa allir vefir verið hýstir hjá TRS og á því verður engin breyting. Eina breytingin sem viðskiptavinir verða varir við verður sú að reikningar fyrir hýsingar- og mánaðargjöld verða hér eftir sendir út frá TRS.

Sem fyrr verður kappkostað að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu við veflausnir, leitarvélabestun og aðrar sérlausnir.

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT