Sérdeild Suðurlands

Sérdeild Suðurlands – Setrið Sunnulækjarskóla flutti í vikunni vef sinn yfir til okkar.  Vefurinn var áður settur upp í FrontPage og því var vissulega kominn tími á uppfærslu.  Ákveðið var að styðjast við sömu uppsetningu og er á skólavefsíðunum hjá Sveitarfélaginu Árborg en breyta litasamsetningu. 

Saga sérdeildarinnar nær allt aftur til ársins 1982 en árið 2007 flutti hún yfir í Sunnulækjarskóla á Selfossi.  Í dag eru nemendur hennar 15 talsins.  Þrír þroskaþjálfar eru þar að störfum ásamt þremur kennurum, einum leikskólakennara/leiðbeinanda og einum félagsliða. Þar af er einn þroskaþjálfinn einnig kennari.  Í dag geta sveitafélög á Suðurlandi sótt um skólavist fyrir nemendur með fötlun þar sem ekki er fyrir hendi viðeigandi kennsla í heimaskólum 4 þeirra.

Við óskum Setrinu til hamingju með nýja vefinn, hann má finna á slóðinni http://setrid.sunnulaek.is

Upplýsingar um vefinn:  Keyrir á WordPress 3.3.2

Vefurinn notast við eftirfarandi viðbætur (þær helstu): Contact Form 7, NextGEN Gallery, Simple Lightbox og TinyMCE Advanced svo eitthvað sé nefnt.

Þema: Sérhannað af Hvíta húsinu og sérforritað af Endor – Vefþjónustunni.

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT