sunnanmenning.is

Menningarráð Suðurlands flutti nýlega vefsíðuna sína yfir til okkar hér í Vefþjónustunni.  Nýtt útlit var sett upp en þó tekið mið af ákveðinni uppsetningu frá fyrri vef og allt efni að sjálfsögðu flutt einnig yfir.

Menningarráð er ráð sveitarfélaga á Suðurlandi. Tilgangur ráðsins er að efla menningarstarf á Suðurlandi.  Dorothee Lubecki er menningarfulltrúi Suðurlands. Hún er með skrifstófuaðstöðu að Austurvegi 56 á Selfossi og býður reglulega upp á viðtalstíma í öllum sveitarfélögum á Suðurlandi. Dorothee er með MA-próf í skipulagsfræði og hefur starfað sem ferðamálafulltrúi Vestfjarða frá 1996-2007. Á þeim tíma hefur hún einnig unnið að margvíslegum menningar- og stefnumótunarverkefnum.

Við óskum Menningarráðinu innilega til hamingju með nýju vefsíðuna, http://www.sunnanmenning.is

Upplýsingar um vefinn:  Keyrir á WordPress 3.4.2.

Vefurinn notast við eftirfarandi viðbætur (þær helstu):  BackWPup, Custom Post Widget, NextGEN Gallery, Q and A, o.fl.

Þema:  Yoko eftir Elmastudio.

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT