Sveitarfélagið Árborg

Vefur Sveitarfélagsins Árborgar var formlega fluttur yfir til okkar í Endor á föstudaginn var.  Mikil vinna var lögð í að flytja allt efni yfir í WordPress kerfið frá fyrrverandi vefumsjónarkerfi og gekk sú vinna vel.  Einnig voru nokkur atriði varðandi útlit vefsins og uppsetningu lagfærð og öðrum atriðum breytt.

Við óskum sveitarfélaginu til hamingju með að vera komið með sinn aðalvef yfir í WordPress.  Eins og tilkynnt var fyrr á árinu tók Vefþjónustan sf. við allri þjónustu við vefsíður sveitarfélagsins og nú sér fyrir endann á þeirri vinnu þegar aðeins einn vefur á eftir að fara formlega yfir nýja kerfið.

Heimasíða sveitarfélagsins er á slóðinni http://www.arborg.is.

Upplýsingar um vefinn:  Keyrir á WordPress 3.3.2

Vefurinn notast við eftirfarandi viðbætur (þær helstu):  Contact Form 7, List Category Posts, Custom Post Widget og Simple Lightbox svo eitthvað sé nefnt.

Þema:  Sérhannað af Hvíta húsinu og sérforritað af Endor – Vefþjónustunni.

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT