Þrjár nýjar heimasíður í vikunni

Þrjár nýjar síður fóru í loftið hjá okkur í þessari viku. Það voru síðunar fyrir fyrirtækin Hreinsitækni ehf, Reki ehf og Óðins Ferðir Íslands ehf. 

Hreinsitækni ehf  var stofnað árið 1976 og er leiðandi fyrirtæki á sviði sópunar og þvotta á gatnakerfum og gönguleiðum. Þeir eru í örum vexti og eru afar bjartsýnir fyrir framtíðinni. Sökum þessa, fengu þeir okkur til að taka síðuna sína í gegn og standa nú enn framar á sínu sviði.

Fyrirtækið Reki ehf var stofnað árið 1988. Reki sérhæfir sig í síum og öðrum búnaði tengdum vinnuvélum, hópferðabílum, skipum og bátum og ýmsum iðnaði. Þeir eru í samstarfi við marga af stærstu birgjum heims í sínum geira og bjóða eingöngu upp á fyrsta flokks vörur.

Óðins Ferðir Íslands er fyrirtæki sem er í mikilli sókn í ferðamannaiðnaðinum á Íslandi. Fyrirtækið býður upp á margs konar afþreyingu fyrir viðskiptavini sína, til að mynda bændagistingu á hagstæðu verði, hesta- og gönguferðir.

Með þökk fyrir frábært samstarf viljum við færa þessum fyrirtækjum okkar bestu óskir með von um velgengi í dag sem og aðra daga.

 

Upplýsingar um vefina:  Keyra á WordPress 3.5.1.

Vefirnir notast meðal annars við eftirfarandi viðbætur: Hina geysivinsælu WPML Multilingual CMS, hinn ofursnjalla myndaborða Revolution Slider, hið einfalda en fágaða Contact Form 7 og hina stórskemmtilegu TinyMCE Advanced viðbót, svo eitthvað sé nefnt.

Þema:  Vefur Hreinsitækni keyrir á Terra 1.0 þemanu frá BlueOwlCreative. Reka vefurinn keyrir á Pinpoint, útgáfu 1.4 frá Swift Ideas og að lokum er það vefur Óðins Ferða Íslands sem keyrir á Flexform 1.3 sem er rétt eins og Pinpoint, frá Swift Ideas.

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT