Tvær nýjar vefsíður í loftið í dag

Í dag fóru í loftið tvær nýjar vefsíður hjá okkur í Endor – Vefþjónustunni.  Það eru annarsvegar vefsíða Bárunnar Stéttarfélags, www.baran.is og hinsvegar vefur Verslunarmannafélags Suðurlands, www.vms.is.

Mestur hluti af því efni sem fyrir var á þessum vefsíðum var flutt yfir í WordPress kerfið og nýtt bókunarkerfi var sett upp fyrir orlofshús félaganna.  Bókunarkerfið er skemmtileg viðbót við WordPress og t.d. hefur Vörður, félag stjórnenda verið að notast við þetta kerfi síðan ný vefsíða þeirra var sett í loftið í fyrrasumar.

Við óskum Bárunni og Verslunarmannafélagi Suðurlands innilega til hamingju með nýju vefsíðurnar.

Upplýsingar um vefina:  Keyra á WordPress 3.3.1

Vefirnir notast við eftirfarandi viðbætur (þær helstu):  Booking Calendar Pro version, Booking Manager, Contact Form 7 og TinyMCE Advanced svo eitthvað sé nefnt.

Þema:  Vefur Bárunnar keyrir á Delicate 3.5.3 þemanu og VMS vefurinn keyrir á BlogoLife2.0.

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT