Umfs.is

Ungmennafélag Selfoss opnaði nú fyrir helgi nýjan vef hjá okkur í Vefþjónustunni.  Útliti vefsins var breytt að stóru leyti en þó var reynt að halda í gott skipulag á gamla vefnum sem reynst hafði vel.

Ungmennafélag Selfoss var stofnað árið 1936 og fagnaði því 75 ára afmæli sínu í fyrra.  Undir félaginu starfa 8 deildir, fimleikar, frjálsíþróttir, handbolti, júdó, knattspyrna, mótokross, sund og taekwondo og er starf allra deilda mjög blómlegt.

Við óskum Ungmennafélaginu innilega til hamingju með nýja vefinn, www.umfs.is

Upplýsingar um vefinn: Keyrir á WordPress 3.4.2

Vefurinn notast við eftirfarandi viðbætur (þær helstu): Contact Form 7, Custom Post Widget. Events manager, Faster Image Insert, Role Manager o.fl.

Þema: Atahualpa 3.7.7 eftir BytesForAll, útlit sett upp af Vefþjónustunni sf.

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT