WordPress 3.4 komið út

Í gær (13. júní) var nýjasta útgáfa af WordPress gefin út en það er útgáfa 3.4. Útgáfan heitir “Green” til heiðurs gítarleikarans Grant Green en tónlist hans var víst mikið spiluð á meðan unnið var að þessari nýjustu útgáfu WP.

Í þessari útgáfu ber hæst að nefna breytingar á viðbótum við sérsníði á útliti vefsíðna, breytingar á sérsniðnum hausum vefsíðna, Twitter innfellingar (twitter embed) og texti með myndum.

Hér má sjá myndband sem gefið var út í tilefni af nýju útgáfunni.

Fyrir notendur er stærsta breytingin sú sem snýr að sérsníðun á útliti vefsíðunnar sem þeir nota. Með þessum nýja fítus geta notendur breytt ýmsum stillingum sem snúa að útliti og séð hvernig breytingarnar koma út áður en þeir breyta útliti vefsins formlega þannig að aðrir sjái. Fyrir þau þemu sem styðja þessa virkni er hægt að breyta litum, bakgrunni og auðvitað myndum í haus síðu. Í framtíðinni verður svo hægt að breyta fleiri hlutum.

Í stjórnborðinu hafa einnig verið gerðar smávægilegar breytingar til hægðarauka fyrir notendur. T.d. er auðveldara núna að skipta á milli þema (útlits vefsíðu) og forskoða hvernig útlit vefsíðu kemur út. Hægt er að nota myndir úr skjalasafni og setja þær inní haus síðu og um leið hægt að stjórna hæð og breidd myndar.

Stuðningur við innfellingar (embed) fyrir samfélagsmiðilinn Twitter hefur einnig verið settur upp. Þegar verið er að vinna með færslu er hægt að setja inn slóð á twitter færslu beint inní textaritilinn og WordPress sér þá um að birta þessa færslu beint á síðunni þinni. Við hvetjum notendur til að skoða myndbandið hér fyrir ofan til að sjá betur helstu breytingarnar.

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT