WordPress útgáfa 3.5 komin

Jmedia-uploader3.5ólin koma snemma hjá okkur sem notum WordPress þetta árið því í gær, þriðjudaginn 11. desember, var útgáfa 3.5 sett í loftið.

Stærsta breytingin í þessari uppfærslu snýr að upphleðslu mynda og skjala. Búið er að breyta viðmótinu mikið þegar nýjum myndum eða skjölum er hlaðið inn og innbyggt nú í kerfið er uppsetning á myndasafni beint með færslu eða síðu.

Viðskiptavinir okkar ættu að verða varir við þessa uppfærslu í sínum kerfum og þegar uppfærslu er lokið ættu þeir að sjá þessar helstu breytingar. Einnig hafa verið gerðar fleiri breytingar á útliti bakendans sem snúa þó aðallega að því að kerfið sé “Retina-tilbúið” sem þýðir aðallega það að öll upplausn er nú mun hærri sem gerir það að verkum að kerfið lítur mjög vel út á svokölluðum Retina skjám eins og t.d. er í nýjasta iPad.

Einnig er komið nýtt sjálfgefið þema með uppfærslunni, Twenty Twelve. Þemað er responsive sem þýðir að það aðlagar sig að öllum skjástærðum hvort sem það er tölvuskjár, iPad eða sími.

Fleiri smávægilegar breytingar hafa verið gerðar en óþarfi er að fara yfir þær allar. Hér má sjá frétt um málið á wordpress.org, http://wordpress.org/news/2012/12/elvin/

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT