WordPress útgáfa 3.6 er komin út

Hvað er betra en að hefja mestu og bestu ferðahelgi sumarsins á splúnkunýrri WordPress uppfærslu? Fyrr í dag, 2. ágúst, var útgáfa 3.6 sett í loftið.

Breytingarnar frá 3.5 eru í raun ekki miklar, en notandinn tekur þó vissulega vel eftir þeim.

Auðveldara er nú að sérsníða síður eftir sínu höfði og allt sem tengist hönnun er að sama skapi notendavænna. Búið að huga vel að breytingum við kerfið og alla vinnu sem snýr inn á við. Þar með hefur vefsíðusmiðurinn betri tök á því sem hann er að gera og þægilegra viðmót til að vinna með. Með nýju uppfærslunni á sömuleiðis að vera þægilegra fyrir marga penna að stýra einu og sömu síðunni. Einnig er búið að bæta margmiðlurnarkerfið og á nú að vera auðveldara að meðhöndla og hlaða upp myndum. Ásamt þessu öllu er í ofan á lag búið að bæta smávægilega meirihluta alls kerfisins. Því ber að fagna.

Viðskiptavinir okkar ættu að verða varir við þessa uppfærslu í sínum kerfum og þegar uppfærslu er lokið ættu þeir að sjá þessar helstu breytingar.

Einnig er komið inn nýtt sjálfgefið þema með uppfærslunni, Twenty Thirteen. Þemað er vitaskuld responsive og er almenn ánægja með þetta nýja þema. Búið að betrumbæta síðasta þema til muna og eru möguleikarnir umtalsvert fleiri til að gera góða síðu enn betri.

Fleiri smávægilegar breytingar hafa verið gerðar en óþarfi er að fara yfir þær allar. Hér má sjá frétt um málið á wordpress.org, http://wordpress.org/news/2013/08/oscar/

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT