WordPress útgáfa 3.8 er komin út

Þann 12. desember síðastliðinn kom út ný uppfærsla af WordPress stýrikerfinu, WordPress 3.8, og nefnist hún „Parker“ í höfuðið á jazzgoðsögninni Charlie Parker. Síðasta uppfærsla á kerfinu fól aðallega í sér tæknilegar breytingar ásamt minniháttar viðmótsbreytingum. Með nýju uppfærslunni fylgir endurhannað notendaviðmót sem státar af töluvert líflegra og litríkara umhverfi. Ennfremur er viðmótið orðið skalanlegt (e. Responsive) og lagar sig að því tæki sem unnið er á hverju sinni. Þetta nýja viðmót er kærkomin breyting, enda býsna langt síðan stýrikerfið fékk almennilega útlitsupplyftingu.

Nýju uppfærslunni fylgir einnig nýtt þema, Twenty Fourteen, sem er fullkomnasta þemað úr smiðju WordPress til þessa. Ný sjálfgefin leturgerð fylgir einnig nýju uppfærslunni og er það leturgerðin sívinsæla Open Sans sem mun koma í stað þeirrar sem fyrir var.

Viðskiptavinir okkar ættu að verða varir við tilkynningu um uppfærslu í sínum kerfum og þegar uppfærslu er lokið ættu þeir sjá helstu breytingar. Það er því nokkuð ljóst að bjartir tímar eru framundan í skammdeginu með þessari nýju uppfærslu og vonum við að flestir, ef ekki allir, uni sáttir við þessa metnaðarfullu breytingar.

Fleiri smávægilegar tilfærslur hafa verið gerðar en óþarfi er að fara yfir þær allar. Þetta kemur fram 12. desember sl. á vefnum wordpress.org.

Hér fyrir neðan er stutt kynningarmyndband sem sýnir helstu breytingar

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT