www.fotoval.is

Það er góð helgi í vændum þegar ný heimasíða fer í loftið á alnetinu rétt fyrir helgi. Það er augljós skýring á því hvers vegna helgar eru svona frábærar. Í hópi þessara nýju vefsíða að þessu sinni er hin stórglæsilega www.fotoval.is. Vefurinn er einstaklega notendavænn og er einnig útbúinn með afar þægilegri vefverslunarviðbót. Vöruvalið hjá fotoval.is er einnig til fyrirmyndar en í boði eru yfir 500 ljósmyndavörur. Hinn almenni ljósmyndaunnandi sem og atvinnuljósmyndarinn, ættu því hæglega að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á sanngjörnu verði. 

Fotoval er rótgróið fyrirtæki og hefur nú verið starfrækt í að verða 30 ár. Fyrst um sinn var fyrirtækið einungis að sinna viðgerðum og viðhaldi á myndavélum og tengdum hlutum en hafa nú í yfir 25 ár einnig verið verslun sem býður upp á nýjar og notaðar vörur. Fotoval býður upp á viðgerðaþjónustu fyrir mörg af þekktustu vörumerkjunum í ljósmyndaheiminum, t.a.m. Konica, Sigma, Canon og Nikon.

Við óskum Vali hjá Fotoval innilega til hamingju með nýju síðuna og þökkum einnig fyrir gott samstarf.

Upplýsingar um vefinn: Keyrir á WordPress 3.5.1.

Vefurinn notast við eftirfarandi viðbætur (þær helstu): BackWPup, WP e-Commerce, Google Analyticator, JQuery Slider o.fl.

Þema:  Kassyopea All in One WP Theme eftir YI Themes. Þó með smávægilegum breytingum og viðbótum við upprunalegt útlit.

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT