www.javerk.is

Nú rétt fyrir páska fluttu JÁVERK ehf. vefinn sinn, www.javerk.is, yfir til okkar.  Einnig notuðu þeir tækifærið og settu upp innranetsvef.

JÁVERK ehf. er verktakafyrirtæki sem starfar á útboðsmarkaði og í eigin verkum.  Starfsmenn eru um 110 en fyrirtækið hefur einnig byggt upp öflug sambönd við fjölda undirverktaka og birgja.  Skrifstofur eru bæði á Selfossi og í Reykjavík.

Vefurinn er responsive, eða snjall, eins og það mætti kallast á íslensku en eins og margir vita þýðir það að vefurinn skalast rétt niður á öll tæki, hvort sem um er að ræða venjulega tölvuskjái, spjaldtölvur eða farsíma.

Við óskum JÁVERK innilega til hamingju með nýju vefina sína !

Upplýsingar um vefinn: Keyrir á WordPress 3.5.1.

Vefurinn notast við eftirfarandi viðbætur (þær helstu): BackWPup, Formidable, Google Analyticator, LayerSlider WP o.fl.

Þema:  YellowProject Multipurpose Retina WP Theme eftir gt3themes.  Þó með smávægilegum breytingum og viðbótum við upprunalegt útlit.

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT