www.jupiter.is

Rétt upp úr hádegi í dag setti Júpíter rekstrarfélag hf. á laggirnar nýja stórglæsilega heimasíðu, www.jupiter.is, í samstarfi við okkur.

Vefurinn er vitaskuld snjallvefur (e. responsive) og skalast því kórrétt niður á hvaða tæki sem er, hvort sem verið er að skoða hann í venjulegri tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma.  

Júpíter var stofnað af MP banka árið 2006 og hefur frá árinu 2007 starfað með leyfi Fjármálaeftirlitsins sem rekstrarfélag verðbréfasjóða, skv. lögum og reglum. Þau hjá Júpíter reka fimm verðbréfasjóði, einn fjárfestingarsjóð og einnig tvo fagfjárfestasjóði.

Við óskum Júpíter hjartanlega til hamingju með nýja vefinn, með ósk um velfarnað um alla framtíð.

Upplýsingar um vefinn: Keyrir á WordPress 3.5.1.

Vefurinn notast við eftirfarandi viðbætur (þær helstu): Advanced Custom Fields, Tally graph, Custom Tables, Google Analyticator, Google XML Sitemaps o.fl.

Þemað var sérhannað af Skapalón, sett upp og forritað í WP þema af Vefþjónustunni.

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT