www.serrano.is

Ný sérhannaður snjallvefur (e. responsive) fyrir skyndibitakeðjuna Serrano, www.serrano.is, fór í loftið undir lok síðasta mánaðar. 

Serrano hefur fyrir þónokkru síðan fest sig í sessi sem einn allra hollasti og vinsælasti skyndibitastaðurinn sem er í boði á Íslandi. Fyrsti Serrano staðurinn opnaði árið 2002 og hefur fyrirtækið vaxið og dafnað jafnt og þétt síðan þá. Þessi vöxtur hefur meðal annars teygt anga sína út fyrir landsteinana en ásamt 7 stöðum á Íslandi er einnig að finna 7 staði í Svíþjóð undir nafninu Zocalo. 

Við óskum Serrano innilega til hamingju með nýja vefinn.

Upplýsingar um vefinn: Keyrir á WordPress 3.5.2.

Vefurinn notast við eftirfarandi viðbætur (þær helstu): Advanced Custom Fields, Google Analyticator, Google XML Sitemaps og TinyMCE Advanced o.fl.

Þemað var sérhannað af Íslensku auglýsingastofunni, sett upp og forritað í WP þema af Vefþjónustunni.

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT