Fréttakerfi WordPress

Fréttakerfi WordPress er einn af fjölmörgum hentugum eiginleikum þessa öfluga vefumsjónarkerfis. Hægt er að stilla það þannig að fréttir og annað efni birtist sjálfkrafa sem færslur á Facebook, Twitter, Google+ og öðrum samfélagsmiðlum og spara þannig tímann sem annars færi í að setja efnið handvirkt inn á hvern miðil fyrir sig. Tímann er svo tilvalið að nýta til þess að vinna að efninu sjálfu enda eflir gott efni leitarvélabestun á síðunni þinni auk þess að stækka þann hóp sem þú nærð til í gegnum samfélagsmiðla.

Með því að setja efni inn í fréttakerfi síðunnar og deila því þaðan safnar þú líka efni á síðuna sjálfa sem er mikilvægt í ljósi þess að innihaldsrík vefsíða er eitt af lykilatriðunum í leitarvélabestun. Þar vegur einna þyngst að textinn sé góður þar sem leitarvélarnar geta lesið hann og meta því vægi síðunnar út frá honum. Því betur sem leitarvélar geta greint innihald síðunnar því fyrr kemur hún upp í leitarniðurstöðum.

Af öðrum kostum fréttakerfisins má nefna flokkunarmöguleikann sem kemur í veg fyrir að allt efni falli undir sama hatt. Þannig er til dæmis auðvelt að aðskilja fréttir sem eiga ekki að lifa nema í vissan tíma og greinar sem gott er að safna saman og halda sem lengst á síðunni.

Kerfið er einstaklega þægilegt og einfalt í notkun. Ef þú kannt grunninn í Word eða öðru ritvinnsluforriti ættir þú ekki að eiga í nokkrum vandræðum með fréttakerfið í WordPress.

Ekki má gleyma að nefna að aðgengi leitarvéla að fréttakerfinu er mjög gott sem þýðir að þær geta lesið allt sem er sett þar inn. Í kerfinu er líka hægt að útbúa meta-titla og lýsingar fyrir hverja frétt svo réttur texti fylgi henni í leitarvélum en ekki bara fyrstu þrjár línurnar. Auk þess er hægt að merkja fréttina með svokölluðum „tögum“ svo leitarvélar greini enn betur um hvað hún fjallar.

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT