Meta titlar og lýsingar

Meta-titlar:

Hvernig á að skrifa meta-titla og lýsingar þannig að það skili tilætluðum árangri? Spurningin er einföld en svarið er margþætt. Megintilgangurinn með meta-titlum er að vera lýsandi fyrir það sem er að finna á síðunni sem er mikilvægt fyrir bæði notendur og leitarvélar. Upplifun notandans er betri ef hann á auðvelt með að glöggva sig á innihaldi síðunnar þinnar og finna það sem hann leitar að. Hvað þig varðar eru áhrifaþættirnir þrír: tengingin við efnið, hvernig er að vafra um síðuna þína og leitarniðurstöður.

Það sem helst þarf að hafa í huga þegar meta-titlar eru skrifaðir er þetta:
– Lengd
Leitarvélar birta mest 70 stafa meta-titla. Séu þeir lengri en það birtist „…“ fyrir aftan titilinn.

– Staðsetning lykilorða
Reynsla okkar sýnir að orð fá meira vægi í leitarvélum eftir því sem þau eru framar í titlinum.

– Vörumerki
Hægt er að nota þetta svæði til að koma vörumerkinu þínu á framfæri en við mælum ekki með því ef um er að ræða vel þekkt fyrirtæki eða vörur. Þá er betra að nota stafina sem þú hefur til umráða í eitthvað sem skilar meiri árangri. 

Dæmi um hvernig hægt er að setja upp einfaldan meta-titil:
Vefþjónustan | Vefsíðugerð | Leitarvélabestun | PPC

Þessi uppsetning skilar betri árangri en enginn titill og við mælum með henni fyrir þá sem ekki eru með grunnþekkingu á leitarvélum.

Við mælum þó frekar með svona uppsetningu:
Vefþjónustan sérhæfir sig í vefsíðugerð, leitarvélabestun og PPC.

Það sem þarf að passa hér er samræmi á milli meta-titla og -lýsinga svo þú endurtakir þig ekki í lýsingunni þar sem titilinn er alltaf fyrir ofan. Einnig er hægt að skemma mikið fyrir sér með vitlausu orðalagi svo það er um að gera að vanda sig.

Hér fyrir neðan eru sýnidæmi um hvernig meta-titlar birtast í vöfrum og leitarvélum:

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT