Hjá Skjali er lagður metnaður í nákvæman prófarkalestur og samræmt yfirbragð texta.

Athugið að Skjal tekur að sér prófarkalestur á öllum tungumálum.

Ef um mjög sérhæfðan texta er að ræða hefst yfirlesturinn oft á gátun. Gátun felur í sér gaumgæfilegan samanburð á frumtexta og þýðingu þar sem gætt er að málskilningi, stíl og hugtakanotkun. Til þessa verks er gjarnan fenginn starfsmaður eða verktaki með sérþekkingu á viðkomandi sviði.

Að gátun lokinni er hafist handa við sjálfan prófarkalesturinn. Auk þess að leiðrétta mál- og ritvillur gætir prófarkalesarinn að samræmi, skerpir á óskýru orðalagi og lagfærir hnökra á stíl.

Skjal notast við öflugan villuleitarhugbúnað þar sem mjög kerfisbundinni villuleit er beitt, meðal annars til að finna ósamræmi í texta og tryggja rétta notkun hugtaka.

Prófarkalestur felur ekki í sér endurskrif texta. Slík þjónusta er hins vegar líka í boði og fellur undir textaskrif.

Hafðu samband ef þú vilt vita meira um prófarkalestur.

HAFÐU SAMBAND
LEIT