Staðfæring felst í að sníða texta að tungumáli og menningarbundnum venjum þess svæðis eða lands þar sem honum er ætlað að birtast.

Þegar texti er staðfærður þarf að huga að ýmsum atriðum. Meðal þess sem mikilvægt er að hafa í huga er málsnið, tímasvæði, gjaldmiðlar og mynteiningar, almennir frídagar í viðkomandi landi, stjórnsýsla og heiti á vöru og þjónustu svo fáein dæmi séu nefnd.

Vel staðfærður texti hefur það yfirbragð að hafa upphaflega verið skrifaður á tungumálinu sem hann hefur verið staðfærður á og að sú vara eða þjónusta sem hann fjallar um hafi verið þróuð í viðkomandi landi.

Hafðu samband ef þú vilt vita meira um staðfæringu.

HAFÐU SAMBAND
LEIT