Stór hluti þeirra verka sem Skjal tekur að sér er fólginn í hugbúnaðarþýðingum eða öðrum þýðingum af tæknilegum toga. Slíkar þýðingar geta falist í þýðingu á hugbúnaði eða stýrikerfum fyrir tölvur, farsíma og önnur tæki, notendaviðmóti, innbyggðum hjálpartexta eða prentuðum leiðarvísum og svo mætti lengi telja. Við höfum frá stofnun verið í fararbroddi á þessu sviði á íslenskum markaði og starfsfólk okkar hefur komið að flestum stærstu hugbúnaðarþýðingum hérlendis undanfarinn áratug eða svo.

Við höfum á að skipa fjölda þýðenda með mismunandi menntun, reynslu og sérþekkingu og þú getur verið viss um að við höfum alltaf rétta manninn í hvert verk.

HAFÐU SAMBAND
LEIT