Skjal býður upp á þýðingar milli flestra tungumála heims og skiptir þá engu hvort um er að ræða markaðsefni, handbækur, viðskiptagögn eða annað.

Allar þýðingar Skjals eru lesnar yfir af öðrum starfsmanni en þýðandanum og ef þörf krefur les fleira fagfólk þær yfir. Þýðingarferlið skiptist niður í:

  • Greiningu texta með tilliti til markhóps og málsniðs
  • Orðtöku skjala og gerð sértækra orðalista
  • Þýðingu skjalsins
  • Gátun þýðingarinnar (gæðaeftirlit)
  • Prófarkalestur

Farið er með öll gögn sem trúnaðarmál.

Skjal hefur á að skipa fjölda þýðenda með mismunandi menntun og reynslu. Þú getur verið viss um að við höfum alltaf rétta starfsmanninn í verkið.

Meðal sérsviða okkar eru hugbúnaðarþýðingar en starfsfólk Skjals hefur unnið að flestum stærstu hugbúnaðarþýðingum á íslenskum markaði það sem af er þessari öld.

Hafðu samband ef þú vilt vita meira um þýðingar.

HAFÐU SAMBAND
LEIT