ÞÝÐINGAR

Skjal annast þýðingar milli flestra tungumála heims, hvort sem um er að ræða markaðsefni, tæknitexta, viðskiptagögn eða annað. Við höfum á okkar snærum fjölda þýðenda með ólíka menntun og bakgrunn og bjóðum bæði upp á almennar þýðingar og löggiltar skjalaþýðingar. Hjá okkur starfa færir þýðendur og við erum í samstarfi við verktaka um allan heim og getum því þjónustað viðskiptavini okkar með þýðingar á flestum tungumálum. Það er því á okkar færi að útvega viðskiptavinum okkar, oft með stuttum fyrirvara, hverjar þær þýðingar sem vantar hverju sinni. 

Hjá okkur starfa verkefnastjórar sem taka við öllum verkum sem okkur berast og sjá um samskipti við viðskiptavini. Verkefnastjórar fylgja öllum verkum eftir allt til enda og sjá til þess að viðskiptavinir okkar fái verkin sín fullunnin á réttum tíma og að þau uppfylli þá gæðastaðla sem við setjum. Verkefnastjórar kappkosta að velja réttan þýðanda og yfirlesara í hvert verk út frá þekkingu, reynslu og menntun. Sumir textar eru sérhæfðir, þungir og fræðilegir en aðrir léttir og leikandi. Ofurnákvæmni ásamt þekkingu á efninu og færni til að þýða tyrfið efni á læsilegan máta er nauðsynleg fyrir sum verk meðan önnur krefjast þess að sköpunargáfa og næmni fyrir blæbrigðum tungumálsins fái að njóta sín. 

Í meira en áratug höfum við hjá Skjali þýtt fjöldann allan af ólíkum textum, svo sem heimasíðutexta, markaðsefni, lagatexta, stefnur, tæknitexta, tölvupósta, tilkynningar, lög og reglur, skilmála, leiðbeiningar, tilmæli, ræður, yfirlýsingar og árskýrslur, svo eitthvað sé nefnt. Betur sjá augu en auga eins og segir í máltækinu og eru því allar þýðingar yfirlesnar og eftir atvikum gátaðar af öðrum en þeim sem þýddi. Við tökum að okkur allt frá örsmáum verkefnum og upp í flókin og viðamikil verk. 

Rétt er að taka fram að við förum með öll gögn sem trúnaðarmál. Við sinnum einnig löggiltum þýðingum en dæmi um skjöl sem gjarnan þurfa að vera löggilt eru m.a. vottorð af ýmsu tagi og flest dómskjöl. Löggiltar þýðingar eru unnar af löggiltum skjalaþýðendum en það eru þýðendur sem hafa þreytt og staðist sérstakt löggildingarpróf í þýðingum. Löggiltar þýðingar eru áritaðar og stimplaðar og viðskiptavinur hefur val umað fá þær póstlagaðar eða sækja þær á skrifstofuna til okkar.

Þegar þörf er á þýðingum af hvers konar toga þá ekki hika við að hafa samband við Skjal í gegnum netfangið skjal@skjal.is eða sendu okkur fyrirspurn hér fyrir neðan.

SENDU OKKUR FYRIRSPURN