Pinnið á minnið

Endor setti upp vefsíðuna Pinnið á minnið í samstarfi við Íslensku auglýsingastofuna, Greiðsluveitunnar ehf, MBK almannatengsl ehf og Capacent.

Endor sá um að klippa niður Photoshop útlit og útbúa CSS og HTML kóða í WordPress vefsniði.

Verkefnið Pinnið á minnið er verkefni um notkun greiðslukorta með örgjörva á Íslandi. Posinn snýr þá að korthafanum sem staðfestir greiðsluna með pinni í stað undirskriftar, líkt og víða erlendis.

Ávinningur af breytingunni er aukið öryggi fyrir korthafa og fyrirtæki sem taka við kortagreiðslum. Með þessari breytingu mæta íslenskir markaðsaðilar kröfum alþjóðlegu kortafyrirtækjanna um öryggisráðstafanir sem innleiddar eru um allan heim til að sprona við fjársvikum skipulagðra glæpasamtaka.

Verkefnið er í umsjá Greiðsluveitunnar ehf, dótturfyrirtækis Seðlabanka Íslands, og unnið samkvæmt heimild og skilyrðum Samkeppniseftirlitsins samanber ákvörðun 18/2010.

FLEIRI FRÉTTIR OG GREINAR

LEIT